Akralundur 6 (203), Akranes


TegundFjölbýlishús Stærð100.80 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

HÁKOT fasteignasala sími: 431-4045 / 899-4045 auglýsir

*AKRALUNDUR 6 * 3ja herbergja íbúð á 2. hæð (203)  í NÝBYGGINGU - 
Fullbúin með án gólfefnum. 

Afhending 28.02.2019


Skilalýsing - Akralundur 6 á Akranesi

 
Almennt: Akralundur 6 er fjölbýlishús með 8 íbúðum á tveimur hæðum. Fjórar íbúðir eru á hvorri hæð. Á 1. hæð er
sameiginleg geymsla fyrir húsið og er aðalrafmagnstafla fyrir húsið staðsett þar. Þar við hliðina er rými
fyrir inntök á heitu og köldu vatni, ásamt tengigrindum.
Íbúðir á 1. hæð eru hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Hljóðvistarkröfur sbr. ÍST 45:2016 upp á 55 dB eru uppfylltar með 200 mm þykkum steinsteyptum
veggjum milli íbúða og íbúða og sameignar. Gólfplata milli hæða er 220 mm þykk.
Íbúðir á 1. hæð hafa sérafnotarétt á lóð á suðvesturhlið. Stærð allra svæða er 3,0 x 8,55 m og eru þessi
svæði þökulögð eins og önnur svæði lóðar.
Samkvæmt deilskipulagsskilmálum eru gerðar eftirfarandi kvaðir á lóðarhafa að Akralundi 6; I) Kvöð er
um göngustíg innan lóðar meðfram götu. II) Kvöð er um frísvæði fyrir lagnir í norðvestur hluta
lóðarinnar, þ.e. milli lóða Akralundar 6 og Akralundar 4.

Frágangur húss að utan: Útveggir eru forsteyptir og einangraðir að utanverðu og klæddir ljósum báruálplötum RAL 1013. Á
göflum eru veggir einnig klæddir með sléttum álplötur. Veggir við innganga í íbúðir eru klæddir með
bandsagaðri timburklæðningu brúnni að lit. Loft yfir inngangi á 2. hæð eru klædd með alheflaðri
timburklæðningu í sama lit og veggklæðning. Forsteyptar svalir og inngangsplötur eru slitin frá
útveggjum með einangrun á milli þannig að hvergi myndast kuldbrú í húsinu.
Gluggar og útihurðir eru úr timbri og álklædd að utanverðu frá Velfac RIBO, sem eru CE vottaðir og með
5 ára ábyrgð frá framleiðanda. Að innan eru gluggar og útihurðir hvít að lit RAL 9010, en að utanverðu
járngrá að lit RAL 7011. Allir gluggar og útihurðir eru með tvöfalt K-gler með Argon. Öryggisgler er í öllum
útihurðum. Opnanlegir gluggar eru með næturstillingu og barnalæsingu.
Þakplata er steypt og er einangruð ofanfrá. Þak er klætt með PVC dúk sem festur er í þakplötu með
sérstökum festingum. Þakniðurföll tengjast niðurfallsrörum sem eru sett utan á hús, en innan við
álklæðningu.
Svalir eru forsteyptar og er svalagólfum skilað með sléttri áferð úr mótum. Svalahandrið eru úr
galvanhúðuðu stáli og klæddar að utanverðu með sléttum álplötum járngráum að lit RAL 7011.
Inngangspallar og tröppur að íbúðum á annarri hæð eru forsteyptar og er þeim skilað með sléttri áferð
úr mótum. Handrið eru úr galvanhúðuðu stáli.
Við útihurðir inn í íbúðir verða póstkassar settir utan á veggi og dyrabjölluhnappar.

Frágangur húss að innan - íbúðir: Útveggir, steyptir innveggir og loft verða sandspörtluð og máluðu í ljósum lit. Léttir veggir eru klæddir
tvöföldu lagi af plötum á stálgrind, ytra lag er gips, en innri platan er spónaplata. Í grind gipsklæddra
veggja er fyllt með þéttull. Gipsklæddir veggir eru spartlaðir og málaðir með ljósum lit. Í votrýmum eru
notuð rakavarin efni og þar er málning gerlavarin. Veggir baðherbergja verða flísalagðir í ca 2,1 m hæð
með ljósdrapplituðum vönduðum flísum.
Innihurðir eru yfirfeldar við karma og eru spónlagðar með Eik. Hurðir eru án þröskulda. Húnar eru úr
burstuðu stáli.
Fataskápar í svefnherbergjum og forstofum eru spónlagðir með Eik og eru með fatahengisslám, hillum
og mjúklokandi skúffum.
Eldhúsinnrétting samanstendur af efri- og neðriskápum. Neðriskápar eru spónlagðir með Eik, en
efriskápar eru sprautulakkaðir í ljósum lit. Í neðri skápum eru útdraganlegar grindur í hornskápum og
skúffuskápar eru með mjúklokandi skúffubrautum. Við hliðina á skáp undir eldhúsvaski er op í
innréttingu fyrir uppþvottavél. Borðplata er plastlögð með ljósum lit. Efri skápar eru með hillum.
Raftæki í eldhúsinnréttingu eru vönduð tæki frá Smith & Norland þ.e. SIEMENS með stáláferð. Keramic
spanhelluborð, veggofn og gufugleypir. Undir efriskápum eru ljós.
Í eldhúsi er eldhúsvaskur úr stáli og vönduðu einnar handa hitastýrðu blöndunartæki. Kaupandi getur
valið hvort hann vill vask með einu hólfi og stálplötu til hliðar, eða án stálplötu.
Í baðherbergi er innrétting, skápur undir handlaug og hár skápur til hliðar með innbyggðum skúffum og
hillum. Baðinnrétting er sprautulökkuð í ljósum lit. Borðplata er plastlögð í ljósum lit.
Hreinlætistæki í baðherbergi eru upphengt vatnssalerni með hæglokandi setu. Handlaug úr hvítu
postulíni í borði með vönduðu einnar handa hitastýrðu blöndunartæki. Sturta er með niðurfalli beint í
gólf og skilrúmi úr hertu öryggisgleri. Hitastýrð blöndunartæki eru utanáliggjandi af vandaðri gerð.
Í þvottaherbergi er einfaldur stálvaskur festur á vegg með blöndunartækjum. Tengingar fyrir þvottavél
og þurrkara eru þar sem og í baðherbergjum íbúða nr 0102 og 0103.
Sólbekkir eru við alla glugga nema í baðherbergjum endaíbúða og eru plastlagðir með hvítum lit.
Gólf verða fullfrágengin í anddyri, baðherbergi, geymslu og þvottaherbergi og verða flísalögð með
gráleitum vönduðum flísum. Önnur rými afhendast án gólfefna. Vakin er athygli á að undirlag gólfefna
þarf að uppfylla a.m.k. 24 dB hljóðeinangrun, sbr. byggingarreglugerð.
Læsanlegur lyfjaskápur, reykskynjarar og slökkvitæki fylgja hverri íbúð.

Frágangur húss að innan - sameign: Spartlað er í nagla- og skrúfugöt veggja og lofta og málað í ljósum lit. Gólf eru máluðum með gólflakki.

Hita- neysluvatns- og loftræstikerfi: Í húsinu er sameiginlegt hitakerfi og er upphitun íbúða og sameignar gerð með ofnum og hitastýrðum
ofnlokum. Heitt neysluvatn er upphitað kalt vatn með varmaskipti og er hámarkshiti inn á kerfið 65°C
sbr. kröfur byggingarreglugerðar. Loftræsting er úr baðherbergjum, þvottaherbergjum og geymslum,
sem eru án glugga. Lagnaefni er REHAU og eru allar lagnir að mestu staðsettar í gólfi þ.e. rör í rör kerfi og
þar til gerðum lagnastokkum og í veggjum.
Ídráttarrör fyrir vatn er lagt frá tengigrind íbúða á 1. hæð að væntalegri verönd. Er það ætlað fyrir heitan
pott, ef leyfi fæst fyrir slík hjá öðrum íbúum hússins.

Raflagnir: Rofar og tenglar eru í samræmi við raflagnateikningar. Allt raflagnaefni er af tegundinni BERKER S1
glans. Nettenglar fyrir sjónvarp og síma eru í öllum herbergjum og í stofum. Ljósleiðarastrengur er
ídreginn inn í smáspennuskáp í íbúðum.
Ljós eru undir efri skápum í eldhúsi og LED lampar eru í lofti á WC og þvottahúsi. Útiljós er á svölum og
við útidyr. LED lampi er í loft í inntaksrými og geymslu.
 Ídráttarrör eru lögð frá frá inntaksrými að bílastæði á lóð. Annars vegar fyrir hugsanlegan hleðslupolla
rafmagnsbíla og fyrir hugsanlega ljósastaura. Einnig eru lögð ídráttarrör frá greinatöflu hverrar íbúðar á
1. hæða út á væntanlega verönd.
Dyrabjölluhnappur verður við hverja útihurð inn í íbúðir.

Frágangur lóðar:Lóð hússins verður frágengin með grasþökum. Bílastæði eru 11 innan lóðar og 5 stæði eru við götu. Eitt
bílastæði á lóð verður sérmerkt fyrir fatlaða. Bílastæði verða malbikuð. Að inngangi hússins frá
bílastæðum og við sorpgeymslu verður steypt stétt með snjóbræðslulögn undir. Svæði framan við
útihurðir inn í íbúðir á 1. hæð vera hellulögð.

Sorp: Ílát fyrir sorp verða í sérstöku skýli utanhúss við aðkomu að húsi.

Afhendingartími 28. febrúar 2019 eða fyrr
 
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Daníel 899-4045 / 431-4045 - hakot@hakot.is
Allar upplýsingar í söluyfirlitinu eru fengnar hjá seljendum og úr opinberum gögnum.

 

í vinnslu