Sturlureykir 1, 320 Reykholt í Borgarfirði
85.900.000 Kr.
Sumarhús
5 herb.
71 m2
85.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2009
Brunabótamat
43.500.000
Fasteignamat
30.800.000

HÁKOT fasteignasala sími: 431-4045 / 899-4045 auglýsir 

* STURLUREYKIR 1, LÓÐ 13 - BORGARBYGGÐ * Sumarbústaður (71.5 m²) ásamt kjallara (ca. 80 m²) í landi Sturlureykja, Borgarbyggð á eignarlóð (5.200 m²)


LAUS VIÐ KAUPSAMNING 

HÆÐ:
Forstofa/setustofa
(flísar, ekki í  fermetratölu þjóðskrár ca. 18 m², var áður opin verönd).  
Eldhús/stofa (dúkur, hvít innrétting, eldavél, háfur, uppþvottavél, ísskápur, hátt til lofts (klætt), útgangur út á verönd m/heitum pott).
Hol (dúkur, skápar, stigi niður í kjallara).
Svefnherbergi (dúkur, skápur).
Herbergi 2 (dúkur, skápur).
Herbergi 3 (dúkur).
Baðherbergi (flísar, flísar á veggm sturta í gólf, hvít innrétting, útgangur út á Verönd).

KJALLARI:
Sjónvarpshol (dúkur, gluggi).
Hobbyherbergi (málað gólf).
Bílskúr/geymsla (málað gólf, stór hurð).
Þvottahús (flísar/málað gólf).

Annað: 18 m² sem var opið rými og er breytt í forstofa og setustofa.Gólfhiti á efri hæð (ekki forstofu). Mikil lofthæð. Varmaskiptir. Geymsluskúr á baklóð. Hellulögð Verönd yfirbyggð að hluta.
5.200 fm eignarlóð skógi vaxin með grasflöt umhverfis húsið. Fylgir eignarhlutur í 1/15 hluta jarðarinnar ásamt öllu sem henni tilheyrir m.a. gróin tún, hitaveita og vatnsréttindi ásamt 218 fm einbýlishúsi og tæplega 100 fm geymslu.

Jörðin:
Jörðin Sturlureykir er um 200 ha. afgirt lögbýli með um 50-70 ha ræktuðu landi,  ásamt hagabeit fyrir tvo hesta fyrir hvert sumarhús. Frábær staðsetning í fallegu og rólegu umhverfi í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Þar sem á landinu er heitur hver og vatnslind er kostnaður við húshitun og neysluvatn enginn nema í viðhaldi á lögnum og tækjum en allar lagnir voru endurbyggðar árið 2012. Kalt vatn er fengið úr lindum ofar í landareigninni og vatnsmiklir hverir eru á jörðinni og hefur hver í hlaðvarpanum verið virkjaður og er dælt upp úr honum heitu vatni til upphitunar og afnota frá dæluhúsi sem reist var árið 1991. Eini goshver á vesturlandi „Vellir“ er í landi jarðarinnar og er staðsettur úti í miðri Reykjadalsánni. Á þessum friðsæla og gróna stað er mikil veðursæld og eftir mikla landrækt undafarinna ára hefur myndast mikið skjól og fjölbreytt fuglalíf.

Á jörðinni eru heimilaðar 15 sumarbústaðalóðir (12 eru byggðar) og er staðsetning sumarhúsa skipulögð þannig að hver lóð hefur mikið næði. Auk þess eiga allir sameigendur „gamla bæinn“ sem er  218 fm tveggja hæða steinhús. Húsið er nýtt af eigendum eftir skráðum reglum og samkomulagi.

Starfandi er sameignarfélag og greiðir hver eigandi mánaðarlega kr. 12 þús í rekstrargjald sem ætlað er til sameiginlegra þarfa á svæðinu og alls rafmagnskostnaðar. 

Stutt er í sögufræga staði, menningarviðburði sundlaug, golfvöll, gróðrarstöðvar, veitingaskála og alla þjónustu. Sannarlega einstakt tækifæri. Jörðin er í 96,8 km fjarlægð frá Reykjavík, á milli Reykholts og Kleppjárnsreykja, rétt við Deildartunguhver en þar var nýverið opnuð baðaðstaðan Krauma. Það tekur um 15 mínútur að keyra frá sjoppunni Baulunni við þjóðveg 1 að jörðinni og um 22 mínútur að keyra til Borganes. Jörðin er landmikil og fallega gróin með útsýni yfir Borgarfjarðahérað, Reykjadalsá ásamt tilkomumikilli jöklasýn. Laxveiðiréttindi í Reykjadalsá fylgja jörðinni, en hún rennur á stórum kafla sem landamerki jarðarinnar.

Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram


 

.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignsala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildar fasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, umboði, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Umsýslugjald kr. 43.400 (m/vsk).
4. Lántökugjald veðskuldabréfa samkvæmt gjaldskrá lánveitenda.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.